Augnablik....

Um okkur

Í mars, árið 1990 var Bæjarbakarí ehf stofnað af Júlíusi Matthíassyni Bakarameistara og konu hans Maríönnu Haraldsdóttur. Bakaríið var og er enn stærsta starfandi bakarí í Hafnarfirði.


Frá opnun hefur mikið vatn runnið til sjávar. Um það bil 90 % af tækjabúnaði hefur verið endurnýjaður, skipt um innréttingar og starfsfólki fjölgað gríðarlega. Búðar- og vinnslupláss er fyrir löngu orðið of lítið og því er unnið að úrbótum.


Okkar markmið er að bjóða uppá bestu vöru sem mögulegt er og notum aðeins hágæða hráefni. Framleiðslan inniheldur engin rotvarnarefni og er því eins heilsusamleg gerist. Aðeins er notað transfitusýrulaust smjörlíki í alla framleiðslu. Allt heilhveiti sem við notum í okkar vörur er heilkorna.


Hjá okkur starfa 4 fagmenntaðir bakarar, þar af eru þrír Bakarameistarar, einnig u.þ.b. 10 gjaldkerar og aðstoðarfólk að jafnaði.